top of page

 

Hljómsveitin

 

Ózonlagið

 

lög af nýrri smáskífu

Ozonlagid lettari.jpg

Ózonlagið: Markús Björnsson, Þorgeir Björnsson, Björn Erlingsson

 

 

Ózonlagið fókusar á dýptina og stóru spurningarnar. Að láta sig dreyma og að heiðra ímyndunaraflið, en aðal umræðuefnin eru tíminn, geimurinn og sálarlífið. 

 

 

Minning

Hver kannast ekki við minningar sem maður vildi að tækju aldrei enda? Sumar þeirra elta mann alla ævi og þráin í að upplifa þær aftur hverfur aldrei alveg. En á sama tíma er það einmitt í hverfulleika þeirra sem fegurðin liggur.

 

Ofurmannvera

Hvernig væri tilfinningin að hafa masterað allar hliðar lífsins? 

Myndi maður njóta þess, eða elta stöðugt fullkomið ástand sem ekki er til?

 

Stjörnu lífsstíll

Við eigum öll þessi augnablik, þar sem við upplifum að við séum á toppi Alheimsins og að ekkert geti stöðvað okkur. Maður fer á kostum og virðist hækka hitastigið í öllu sem maður kemur nálægt. 

 

https://open.spotify.com/artist/6qftq95I2EhwfnRoJ7E1L9

https://www.youtube.com/watch?v=KwN9uKE1Ivw&list=OLAK5uy_nJwzS3tCQST-109vxNtemoGocaRophStU&index=1

 

Björn Erlingsson

 

Draumur

 

um ferðalag

035-2.jpg

Björn Erlingsson

 

hefur áður gefið út tvær ljóðabækur, Samspil orða-mynda (1989) og Tveggja heima skil (1998). Einnig hafa komið út eftir hann ljósmyndabækurnar, Ísland allra veðra von/ Iceland in Unpredictable Weather (2003) og Ísland á umbrotatímum/ Iceland in Turmoil (2011).

 

 

Draumur um ferðalag

sem kom út árið 2021 er hans fyrsta sóló hljómplata

með frumsaminni tónlist. 

 

„Við gerð plötunnar þróaðist hún þannig að ég vann allt verkið sjálfur, samdi tónlistina og textana og spilaði á hvert og eitt hljóðfæri og sá einnig um söng, upplestur og raddir.  

 

Svo úr varð einhver óljós tónlistarstefna og framandi í ákveðnu flæði,

en þannig hefur upplifun mín verið. Í upptökum á plötunni var eins og eitthvað ósjálfrátt gerðist í tónlistinni.

 

Textarnir eru sem lífsins þræðir, þar sem fjallað er um mörk tveggja heima og ýmiskonar yrkisefni koma við sögu.“

https://open.spotify.com/album/0w1pMVnZFvkYCqV83g7ieU

https://www.youtube.com/watch?v=KdlON4o3CLk&list=PL6Cje4W2DSzRTnTKw0ECZsw3sEWpRQwQK&index=1

 

bottom of page